Heilsa og öryggi
Núll slysastefna
Hjá Steypustöðinni er lögð rík áhersla á það að allir starfsmenn komi heilir heim að afloknum vinnudegi. Við höfum stöðugt aukið vitundarvakningu meðal starfsmanna en öryggissería Steypustöðvarinnar var hrint af stað í lok árs 2023 þar sem tekin eru fyrir öryggisatriði í stuttum myndböndum og eru birt mismunandi áhersluatriði á 2 vikna fresti.
Árangur í öryggismálum
Fjarveruslys fóru úr 21 árið 2023 í 18 árið 2024 og fjarvistardögum fjölgaði um 55%, úr 189 dögum árið 2023 í 294 daga árið 2024.